Viðburðir: Dagskráin framundan / Fyrri Upplitsviðburðir

Viðburðir

Hópur fólks í grasagöngu á Laugarvatni

Á sumrin taka viðburðir Upplits á sig aðra mynd og færast út undir bert loft. Hér er rýnt í jurtir á Laugarvatni.

Upplit stendur fyrir fjölbreyttum menningarviðburðum víðsvegar í uppsveitum Árnessýslu, allan ársins hring.

Kynntu þér dagskrána!

Hér má svo sjá yfirlit yfir fyrri viðburði Upplits og gögn sem þeim tengjast; ýmist erindi, glærukynningar, ljósmyndir, myndskeið eða hljóðskrár.

Vakin er athygli á því að efni sem varðveitt er í gagnagrunni Upplits hér á vefnum er til frjálsra afnota fyrir félagsmenn, ferðaþjónustuna, skóla og aðra þá sem gagn geta haft af því. Þegar efnið er notað til miðlunar hvers konar – að hluta eða í heild – er þó sjálfsögð kurteisi að geta þess að það sé fengið af vef Upplits og að geta jafnframt höfundar.