Um Upplit: Stjórn / Félagar / Lög / Samningur við VSSV / Gerast félagi / Hafa samband / Um vefinn / Merki / Kynningarmál

Félagar

Hópur fólks á fundi á Laugarvatni

Nokkrir af stofnfélögum Upplits ræða málin á ræsfundi á Laugarvatni 7. desember 2009.

Stofnfélagar Upplits eru 42 einstaklingar, fyrirtæki og félög víðsvegar í uppsveitum Árnessýslu.
Samkvæmt 3. grein laga Upplits geta allir sem hafa áhuga á menningu og sögu uppsveita Árnessýslu gerst aðilar að félaginu.

Umsóknir um aðild að félaginu eru afgreiddar á aðalfundi – og á milli aðalfunda má snúa sér beint til stjórnar, t.d. með því að senda tölvupóst.

Samkvæmt 4. grein laga Upplits fer hver fullgildur aðili að félaginu með eitt atkvæði á aðalfundum, aðrir hafa málfrelsi og tillögurétt.