Um Upplit: Stjórn / Félagar / Lög / Samningur við VSSV / Gerast félagi / Hafa samband / Um vefinn / Merki / Kynningarmál

Um Upplit

Upplit, menningarklasi uppsveita Árnessýslu, er félag sem stofnað var 27. janúar 2010 af hópi áhugasamra einstaklinga um menningu og sögu uppsveitanna, en samstarfið hafði þá verið í undirbúningi frá því síðla árs 2008. Upplit fékk styrk frá Vaxtarsamningi Suðurlands til þriggja ára; 2010-2012.

Helstu verkefni Upplits eru er að standa fyrir ýmsum viðburðum, víðsvegar í Uppsveitunum allan ársins hring, en einnig hyggst félagið standa fyrir menningarrannsóknum.

Markmið Upplits er skv. 2. grein laga félagsins að efla menningu í víðum skilningi í uppsveitum Árnessýslu með því að:

a)  Styðja menningar- og samkomustaði  í uppsveitunum.
b)  Safna saman í opinn gagnagrunn efni um menningu og sögu uppsveitanna.
c)  Efla vitund um menningu og sögu uppsveitanna.
d)  Efla og auðga ferðaþjónustu í uppsveitunum.
e)  Styðja fræðasamfélagið í uppsveitunum með fjölbreyttu samstarfi.
f)  Vera vettvangur til að afla styrkja og stuðnings við sameiginleg verkefni.