Um Upplit: Stjórn / Félagar / Lög / Samningur við VSSV / Gerast félagi / Hafa samband / Um vefinn / Merki / Kynningarmál

Merki

Merki UpplitsMerki Upplits er hannað af myndlistarkonunum Kristveigu Halldórsdóttur og Öldu Sigurðardóttur, sem eru á meðal stofnfélaga Upplits og eiga heiðurinn að Gullkistunni á Laugarvatni. Nafnið og merkið er afrakstur hugmyndavinnu hönnuðanna, nokkurra félagsmanna og stjórnar. Strax var samstaða um að velja eitt stutt og sterkt nafn, sem væri grípandi, þjált í munni og vekti forvitni. Fyrir neðan það kæmi svo útskýrandi undirtitill sem lýsti fyrirbærinu nánar; Menningarklasi uppsveita Árnessýslu. Til að gera langa sögu stutta varð niðurstaðan Upplit. Fyrir það fyrsta vísar nafnið í uppsveitirnar. Einnig vísar það í að með því að huga að og miðla menningu uppsveitanna lítum við upp úr amstri hversdagsins. Stundum er talað um að vera upplitsdjarfur – og óhætt er að segja að við getum borið höfuðið hátt og verið stolt þegar við tölum um menningu uppsveitanna, auk þess sem hún „gefur lífinu lit“. Blái liturinn í merkinu vísar í vatnið og árnar, sem eru áberandi í landslagi uppsveitanna.