Um Upplit: Stjórn / Félagar / Lög / Samningur við VSSV / Gerast félagi / Hafa samband / Um vefinn / Merki / Kynningarmál

Um vefinn

Vefnum Upplit.is er ætlað að vera aðalupplýsingaveita Upplits, ásamt Facebook-síðunni, sem einnig gegnir mikilvægu hlutverki í upplýsingamiðlun og skoðanaskiptum félagsmanna og annarra áhangenda.

Hér á ávallt að vera hægt að ganga að nýjustu upplýsingum um dagskrá Upplits vísum, auk þess sem hér er jafnt og þétt safnað í sameiginlegan grunn gögnum um afstaðna viðburði á vegum Upplits.

Vakin er athygli á því að efni sem varðveitt er í gagnagrunninum er til frjálsra afnota fyrir félagsmenn, ferðaþjónustuna, skóla og aðra þá sem gagn geta haft af því. Þegar efnið er notað til miðlunar hvers konar – að hluta eða í heild – er þó sjálfsögð kurteisi að geta þess að það sé fengið af vef Upplits og að geta jafnframt höfundar.

Langflestar myndirnar á vefnum eru fengnar að láni frá Ásborgu Arnþórsdóttur og öðrum stjórnarmönnum Upplits. Þar við bætast nokkrar myndir aðrar sem félagsmenn, fyrirlesarar og gestir hafa sent Uppliti til kynningar. Þeirra er getið sérstaklega þar sem því verður við komið, en gera má ráð fyrir því að þær myndir þar sem ljósmyndara er ekki getið séu frá stjórnarfólki komnar.

Vefurinn er unninn af Margréti Sveinbjörnsdóttur, sem sjálfstætt verkefni í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands á haustmisseri 2010, í nánu samstarfi við aðra stjórnarmenn í Uppliti og leiðbeinandann Önnu Hinriksdóttur. Vefurinn var settur upp í ókeypis vefumsjónarkerfinu WordPress og hýstur hjá 1984. Sérlegur ráðgjafi og ómissandi hjálparhella við hönnun og tæknileg úrlausnarefni var Kári Martinsson Regal, grafískur hönnuður.