Tilbaka í Fyrri Upplitsviðburðir

Haustfundur og tónleikar Aer-tríós

Sunnudaginn 31. október 2010, kl. 16.00

Haustfundur Upplits var haldinn á Kaffi Kletti í Reykholti sunnudaginn 31. október. Þar gafst tækifæri til að staldra við, líta yfir dagskrána fyrstu níu mánuðina, meta hvernig til hefði tekist og horfa fram á veginn. Einnig var sagt frá vinnu við vef Upplits. Að lokinni fundardagskrá var svo komið að tónleikum tríósins Aer, sem er skipað þeim Hilmari Erni Agnarssyni, Jóhanni Stefánssyni og Margréti Stefánsdóttur. Á efnisskránni var tónlist eftir sunnlensk tónskáld og er óhætt að segja að tónlistarflutningurinn hafi fallið í kramið hjá fundargestum.

Fundargerð haustfundar – á Pdf-sniði


Smellið á myndirnar til þess að skoða þær stórar.