Tilbaka í Fyrri Upplitsviðburðir

Innlit í Samansafnið að Sólheimum á Safnahelgi

Laugardaginn 6. nóvember 2010, kl. 13.00

Framlag Upplits til Safnahelgar á Suðurlandi var innlit í Samansafnið að Sólheimum í Hrunamannahreppi helgina 6.-7. nóvember. Esther Guðjónsdóttir, bóndi á Sólheimum, tók á móti fjölmörgum gestum og sýndi þeim ýmsa muni sem hún og fjölskylda hennar hafa sankað að sér á liðnum árum. Á safninu eru hlutir á öllum aldri tengdir búskap og húshaldi, bílar, bílabækur o.fl.

Kl. 14 á laugardeginum flutti Esther erindi um sæluhús á afrétti Hrunamanna, um sögu og uppbyggingu húsanna í máli og myndum, og heimasætan á bænum, Erla Jóhannsdóttir, kvað rímur.


Smellið á myndirnar til þess að skoða þær stórar.