Tilbaka í Fyrri Upplitsviðburðir

Skálholtsorðan sem týndist

Sunnudaginn 14. mars 2010, kl. 14.00

Skálholtsorðan sem týndist var viðfangsefni viðburðar marsmánaðar, sem fram fór í Skálholtsskóla sunnudaginn 14. mars. Þá sagði Skúli Sæland sagnfræðingur frá rannsókn sinni á sögu Skálholtsorðunnar – en í ljós hefur komið að orðuþegar fengu ekki allir umrætt heiðursmerki. Erindið var haldið í tengslum við sýningu Skúla um endurreisn Skálholts, sem þá stóð yfir í Skálholtsskóla. Áður en erindið hófst lék Jón Bjarnason, organisti staðarins, nokkur lög á píanó og loks bauð Skálholtsskóli upp á veglegar veitingar.

Skálholtsorðan sem týndist – erindi á Pdf-formi


Smellið á myndirnar til þess að skoða þær stórar.

Skúli Sæland segir frá heiðursmerki Skálholts Nokkrir gestir á fyrirlestri um heiðursmerki Skálholts 14. mars 2010 Heiðursmerki Skálholts