Tilbaka í Fyrri Upplitsviðburðir

Gönguferð í Gránunes

Laugardaginn 19. júní 2010, kl. 13.00

Um 50 manns gengu um slóðir Reynisstaðabræðra í Gránunesi á Kili laugardaginn 19. júní. Gangan var skipulögð af Gljásteini ehf. í samstarfi við Upplit. Leiðsögumaður í ferðinni var Jón Karlsson, bóndi í Gýgjarhólskoti. Gránunes er einstakur staður frá náttúrunnar hendi. Þar er gömul fjárrétt og staðnum tengjast ótal sögur allt frá dögum Reynisstaðabræðra. Að göngu lokinni buðu staðarhaldarar í Svartárbotnum, þau Vilborg Guðmundsdóttir og Loftur Jónasson, upp á kaffi og með því í Gíslaskála. Myndirnar hér að neðan eru fengnar að láni frá Vilborgu Guðmundsdóttur.


Smellið á myndirnar til þess að skoða þær stórar.

Mynd úr Gránunesgöngu 19. júní 2010 Mynd úr Gránunesgöngu 19. júní 2010 Mynd úr Gránunesgöngu 19. júní 2010 Mynd úr Gránunesgöngu 19. júní 2010 Mynd úr Gránunesgöngu 19. júní 2010 Mynd úr Gránunesgöngu 19. júní 2010 Mynd úr Gránunesgöngu 19. júní 2010 Mynd úr Gránunesgöngu 19. júní 2010