Tilbaka í Fréttir

Göngumenning. Fræðslu- og aðalfundur Upplits á Kaffi Grund 18. mars kl. 20.00

Göngumenning verður viðfangsefni fræðslu- og aðalfundar Upplits, sem haldinn verður á Kaffi Grund á Flúðum, miðvikudagskvöldið 18. mars kl. 20.00. Á fundinum mun Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður og forseti Ferðafélags Íslands fjalla um eitt og annað varðandi göngur og útivist, og fleiri reyndir göngugarpar stíga á stokk og fræða fundargesti. Takið kvöldið frá og mætið með Uppliti í gönguhug á gönguskóm.
Nánari dagskrá verður auglýst von bráðar.