Tilbaka í Fréttir

Menningarganga menningarmálanefndar Bláskógabyggðar. Ferjuslysið við Iðu – fimmtudag 18.sept. kl. 18.00

Upphaf við Iðubrú.
Runólfur Bjarnason ferjumaður á Iðu drukknaði 1903. Í blaðafréttum var greint frá uppgefinni föðursystur, öldruðum föður og þremur ungum börnum eftir að fyrirvinna fjölskyldunnar féll frá. Gengið verður um slysstaðinn og greint frá slysinu og merkilegum afdrifum fjölskyldunnar.
Gangan tekur allt að tveimur tímum og eru þátttakendur beðnir klæða sig eftir aðstæðum og vera vel skóaðir.
Leiðsögumaður Skúli Sæland