Tilbaka í Fréttir

Upplitsganga – Eru leyndarmál á Flúðum?

Upplit tekur þátt í Leyndardómum Suðurlands laugardaginn 5. apríl með gönguferð um Flúðahverfið. Lagt verður af stað frá félagsheimili Hrunamanna á Flúðum kl. 14.00.
Gangan tekur um 2 klst., létt ganga en þó nokkur vegalengd. Ýmsir staðir verða skoðaðir sem ekki eru allir aðgengilegir og jafnvel hægt að segja að sumir þessara staða séu vel geymd leyndarmál!
Göngustjóri verður Anna Kristjana Ásmundsdóttir.