Tilbaka í Fréttir

Menning og myndir – fyrsti viðburður og aðalfundur 2014

Fyrsti viðburður Upplits á þessu ári verður haldinn þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20:00 í Ferðaþjónustubýlinu í Efsta-Dal.
Gestir kvöldsins verða:
Dorothee Lubecki menningarfulltrúi sem mun kynna Menningarráð Suðurlands, hlutverk þess í sunnlenskri menningu, starf menningarfulltrúa og verkefna- og stofnstyrki sem hægt er að sækja um hjá Menningarráði (http://sunnanmenning.is)
og Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður sem kynnir ljósmyndavef Héraðsskjalasafns Árnesinga (http://myndasetur.is), sýnir myndir úr ljósmyndasafninu og þar á meðal myndir úr Uppsveitum.
Aðalfundur Upplits verður svo í beinu framhaldi.

Léttar kaffiveitingar í boði Upplits. Takið daginn frá!