Tilbaka í Fyrri Upplitsviðburðir

Mannlíf og menning í Þingvallasveit á 20. öld

Fimmtudaginn 29. júlí 2010, kl. 20.00

Mannlíf og menning í Þingvallasveit á 20. öld var viðfangsefni síðustu fimmtudagskvöldgöngu sumarsins á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum – í samstarfi við Upplit. Þar sagði Margrét Sveinbjörnsdóttir frá Heiðarbæ frá því hvernig Þingvellingar þess tíma gerðu sér dagamun þegar þeir litu upp úr amstri hvunndagsins. Má þar nefna saumaklúbbana þar sem karlar og börn jafnt sem konur tóku þátt, símaskák á síðkvöldum, skammlíf ungmennafélög, hrútasýningar, tónlistariðkun og útvarpshlustun í árdaga Ríkisútvarpsins – að ógleymdum hinum rómuðu kvenfélagsböllum í Valhöll. Um 130 manns mættu í gönguna.

Mannlíf og menning í Þingvallasveit á 20. öld – Erindi á Pdf-sniði


Smellið á myndirnar til þess að skoða þær stórar.

Hópur í fimmtudagsgöngu á Þingvöllum Hópur í fimmtudagsgöngu á Þingvöllum Hópur í fimmtudagsgöngu á Þingvöllum Hópur í fimmtudagsgöngu á Þingvöllum Hópur í fimmtudagsgöngu á Þingvöllum Hópur í fimmtudagsgöngu á Þingvöllum Hópur í fimmtudagsgöngu á Þingvöllum Hópur í fimmtudagsgöngu á Þingvöllum