Tilbaka í Fyrri Upplitsviðburðir

Listamenn á Laugarvatni fyrr og nú

Laugardaginn 14. ágúst 2010, kl. 10.00

„Það er allt fallegt“ var yfirskrift málþings Gullkistunnar sem haldið var á Laugarvatni laugardaginn 14. ágúst. Erindi fluttu þau Júlíana Gottskálksdóttir, Jón Özur Snorrason og Hlín Agnarsdóttir, auk þess sem frumsýnt var viðtal feðganna Böðvars Stefánssonar og Stefáns M. Böðvarssonar við Hlíf Böðvarsdóttur frá Laugarvatni um samskipti listamannsins Þórarins B. Þorlákssonar og bóndans Böðvars Magnússonar. Að málþingi loknu var námskeið í meðferð vatnslita í Eyvindartungu, þar sem Gullkistan hefur aðsetur. Einnig var opnuð sýning á eftirmyndum af málverkum Þórarins B. Þorlákssonar frá Laugarvatni sem flest eru í eigu Listasafns Reykjavíkur. Sýningin er undir berum himni og stendur í eitt ár. Loks var opnuð í Eyvindartungu sýning á verkum frönsku listamannanna Raom og Loba, sem dvöldu á Gullkistunni í sumar.

Gesturinn – erindi Jóns Özurar Snorrasonar