Tilbaka í Fyrri Upplitsviðburðir

Málþing og aðalfundur

Laugardaginn 29. janúar 2011, kl. 14.00

Aðalfundur Upplits og málþing um samstarf og menningarstefnu í uppsveitunum var haldið á Hótel Heklu laugardaginn 29. janúar. Yfirskrift málþingsins var Skiptir menning máli? Sérstakur gestur málþingsins var Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, sem sagði frá líflegu menningarstarfi á Austurlandi, menningarmiðstöðvum og samstarfi. Hún miðlaði ennfremur af reynslu sinni af mótun menningarstefnu á Austurlandi, en þar var fyrsta menningarráðið stofnað árið 2001. Menningarnefndir uppsveitanna og Byggðasafn Árnesinga kynntu sig og starfsemi sína og ræddu hugsanlega fleti á nánara samstarfi í uppsveitunum um sameiginleg hagsmunamál. Málþinginu lauk á pallborðsumræðum. Að málþingi loknu var aðalfundur Upplits haldinn á sama stað og í lok hans var kynntur nýr vefur Upplits.

Skilar skapandi kraftur fólkinu aftur? – innlent niðurhal 34,1 MB

Skýrsla stjórnar 2010 (texti)

Skýrsla stjórnar 2010 (kynning) – innlent niðurhal 8,4 MB

Starfsáætlun 2011

Fundargerð aðalfundar 2011

Smellið á myndirnar til þess að skoða þær stórar.

Pallborðsumræður á málþingi Gestir í sal á málþingi Ann-Helen kynnir starfsáætlun Margrét kynnir vef Upplits Vefur Upplits opnaður Stjórn Upplits 2010 Gestir í sal á málþingi