Tilbaka í Fyrri Upplitsviðburðir

Skógarferð í Þjórsárdal

Sunnudaginn 19. september 2010, kl. 14.00

Það viðraði vel til skógarferðar um Þjórsárdalinn sunnudaginn 19. september 2010. Lagt var upp í rútu frá Árnesi og Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, lýsti gróðurfari í Þjórsárdal fyrr og nú á ferð um Búrfellsskóg og Þjórsárdalsskóg, auk þess sem rústir af nokkrum bæjum frá landnámsöld voru skoðaðar. Í Þjórsárdalsskógi var boðið upp á ketilkaffi og bakkelsi.


Smellið á myndirnar til þess að skoða þær stórar.