Tilbaka í Fyrri Upplitsviðburðir

Urriðaganga á Þingvöllum

Laugardaginn 9. október 2010, kl. 14.00

Um tvö hundruð manns lögðu leið sína til Þingvalla laugardaginn 9. október til að kynnast lífsháttum urriðans í Þingvallavatni. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur kynnti rannsóknir sínar á urriðanum sem staðið hafa samfellt síðastliðin tíu ár. Gönguferðin, sem var á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska, í samstarfi við Upplit, hófst við Öxarárbrú með kynningu á nýjum teljara sem komið hefur verið upp undir Öxarárbrú. Þaðan var gengið að Prestakrók þar sem Öxará fellur úr Drekkingarhyl. Þar hafði verið komið fyrir kistu sem í voru nokkrir urriðar. Þar tók Jóhannes hvern stórurriðann á fætur öðrum upp úr kistunni um leið og hann skýrði lífshætti þeirra.  Sá stærsti var um 22 pund en um alla Öxará mátti sjá urriðann bylta sér við hrygningu.  Að lokum var svo gengið í fræðslumiðstöðina þar sem Jóhannes hélt fyrirlestur um niðurstöður sínar.

Ljósmyndirnar tók Einar Á. E. Sæmundsen.


Smellið á myndirnar til þess að skoða þær stórar.

ca