Tilbaka í Fréttir

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki

Menningarráð Suðurlands hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2011 og er umsóknarfrestur til og með 18. mars nk. Ætlunin er að tilkynna um úthlutun í apríl en fyrirvari er þó gerður um undirritun nýs menningarsamnings við ríkið fyrir þann tíma. Nánari upplýsingar um skilyrði og áherslur er að finna á vef Menningarráðsins. Upplitsfélagar og aðrir sem eru með menningarverkefni í deiglunni eru hvattir til að kynna sér málið – og bent er á að Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands, verður til viðtals í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi á næstu vikum, sjá yfirlit yfir viðtalstíma hér.