Tilbaka í Fréttir

Skiptir menning máli?

Spurningin „Skiptir menning máli?“ er yfirskrift málþings um samstarf og menningarstefnu í uppsveitunum sem Upplit boðar til í tengslum við aðalfund sinn á Hótel Heklu laugardaginn 29. janúar. Málþingið hefst kl. 14 og stendur til 15.30 og í beinu framhaldi af því hefst aðalfundurinn.

Sérstakur gestur málþingsins verður Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands. Yfirskrift erindis hennar er „Skilar skapandi kraftur fólkinu aftur? Um menningaruppbyggingu síðustu ára á Austurlandi“. Þá munu menningarnefndir uppsveitanna og Byggðasafn Árnesinga kynna sig og sína starfsemi og ræða hugsanlega fleti á nánara samstarfi í uppsveitunum um sameiginleg hagsmunamál. Málþinginu lýkur á pallborðsumræðum. Sjá nánar um dagskrá málþingsins og aðalfundarins hér.