Tilbaka á forsíðu

Fréttir

← Fyrri færslur / / Nýrri færslur →

17/07/2013

Dagskrá Skálholtshátíðar 18. – 21. júlí 2013 – 50 ár frá vígslu Skálholtskirkju og afhendingu Skálholtsstaðar til þjóðkirkjunnar

Fimmtudagur 18. júlí 20.00 Tónleikar í Skálholtskirkju á vegum Sumartónleika í Skálholtskirkju Skálholtskvartettinn flytur strengjakvintetta eftir L. Boccerini, Mozart, Bruckner og strengjatríó eftir Schubert. Skálholtskvartettinn skipa: Jaap Schröder, fiðla, Rut Ingólfsdóttir fiðla, Svava Bernharðsdóttir víóla, Sigurður Halldórsson selló, Hildigunnur Halldórsdóttir, víóla. Föstudagur 19. júlí 09.00 Morgunbænir 18.00 Kvöldbænir 18.30 Kvöldverður (til sölu í Skálholtsskóla) 20.00 Samsöngur. Kórar úr uppsveitum syngja. …

Lesa meira…

01/07/2013

Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2013

Ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps kynnir hér gönguferðir sumarsins 2013. Ferðirnar eru alls átta talsins. Sex þeirra munu verða á þriðjudagskvöldum og tvær þeirra eru dagsgöngur á laugardegi. Dagsgöngurnar eru í samstarfi við Upplit, menningarklasa uppsveita Árnessýslu. Við vonum að þið komið og njóti fallegrar náttúru og skemmtilegrar leiðsagnar hjá heimafólki. Allir eru hjartanlega …

Úlfljótsvatnshátíð, 6.-7. júlí

Laugardagur 6. júlí Kl. 12:00 Úlfljótsvatnskirkja. Herra Pétur Bürcher biskup syngur kaþólska messu Úlfljótsvatnsskáli (við veg 350). Dagskrárstjórn: Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Kl. 12:00- 17:00 Myndasýning frá ýmsum tímum af fólki á Úlfljótsvatni við leik og störf (Sýningin verður opin á sama tíma á sunnudeginum) Kl. 13:15 Flutt stutt erindi um Úlfljótsvatn og sungin lög úr héraði …

13/06/2013

Leikum saman á Laugarvatni

Leikir sem voru vinsælir á Laugarvatni á árunum 1973-1980 verða rifjaðir upp fimmtudagskvöldið 20. júní nk. en þá efnir Upplit til fjölskylduviðburðar í Bjarnalundi. Dagskráin hefst kl. 20.00 og stendur til 21.30. Bjarnalundur er rétt fyrir ofan Héraðsskólann á Laugarvatni. Hugmyndir að leikjunum eru fengnar úr íslenskuritgerð Guðnýjar Þorbjargar Ólafsdóttur, sem hún skrifaði á lokaári sínu …

24/03/2013

Systkini frá Flúðum hampa titlinum Uppsveitastjarnan

Systkinin Jóhanna Rut Gunnarsdóttir og Jón Aron Lundberg frá Flúðum komu, sáu og sigruðu í Aratungu á föstudagskvöldið með flutningi sínum á frumsömdu lagi Jóns Arons, Sólarlagi, sem þau léku á fiðlu og píanó og lönduðu með því titlinum Uppsveitastjarnan, í samnefndri hæfileikakeppni Upplits. Í öðru sæti var Bjarki Bragason frá Ökrum í Grímsnesi, sem …

09/03/2013

Hver verður Uppsveitastjarnan?

Sjö atriði keppa til úrslita í Uppsveitastjörnunni, hæfileikakeppni Upplits, sem fram fer í félagsheimilinu Aratungu föstudagskvöldið 22. mars kl. 20. Ungt og efnilegt tónlistarfólk úr uppsveitunum keppir um titilinn Uppsveitastjörnuna og fær dómnefnd það vandasama verkefni að velja besta atriðið. Eftirtaldir keppendur komust áfram í úrslit í forkeppnunum sem haldnar voru á Borg og Flúðum: • Bjarki …

24/02/2013

Áhrif blómlegs menningarlífs á búsetu

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings, var sérstakur gestur málþings Upplits, sem haldið var á Hótel Gullfossi laugardaginn 23. febrúar undir yfirskriftinni „Hefur blómlegt menningarlíf áhrif á búsetuval?“. Í erindi sínu, sem bar yfirskriftina „Skiptir menning máli?“ sagði hún frá menningarstarfi á Norðurlandi eystra og þróunarverkefni sem nú er að fara af stað á jaðarsvæðum …

03/02/2013

Blómlegt menningarlíf og búsetuval

„Hefur blómlegt menningarlíf áhrif á búsetuval?“ er yfirskrift málþings sem Upplit boðar til í tengslum við aðalfund sinn sem haldinn verður á Hótel Gullfossi í Brattholti laugardaginn 23. febrúar. Málþingið hefst kl. 14. Sérstakur gestur málþingsins verður Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings. Hún lauk námi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2005 og meistaraprófi í …

20/01/2013

Fjögur atriði komust áfram í úrslit

Sunneva Sól Árnadóttir, Erla Ellertsdóttir, Ninna Ýr Sigurðardóttir og systkinin Jóhanna Rut Gunnarsdóttir og Jón Aron Lundberg komust áfram í úrslit í seinni forkeppni Uppsveitastjörnunnar, sem fram fór í Félagsheimilinu á Flúðum laugardaginn 19. janúar. Níu atriði voru skráð til keppni; sjö tónlistaratriði og tvö dansatriði. Öll stóðu þau fyrrnefndu sig með stakri prýði – og …

15/01/2013

Komið og hvetjið ykkar stjörnur áfram!

Átta atriði eru skráð til leiks í seinni forkeppni Uppsveitastjörnunnar, hæfileikakeppni Upplits, sem haldin verður í félagsheimilinu á Flúðum laugardaginn 19. janúar kl. 15-17. Keppendurnir eru ellefu talsins, á aldrinum 11-19 ára. Dómnefnd velur tvö til fjögur atriði sem halda áfram og keppa til úrslita, ásamt þeim sem komust áfram í úrslit í fyrri forkeppninni …

← Fyrri færslur / / Nýrri færslur →