Tilbaka á forsíðu

Fréttir

← Fyrri færslur /

27/04/2016

Úlfljótsvatn – hópefli, fjallganga laugardaginn 30. apríl kl. 13.00

Fjölskylduvænn Upplits viðburður og aðalfundur verður haldinn í Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn laugardaginn 30. apríl kl 13:00. Stutt hópefli og fjallganga með leiðsögn starfsfólks. Kaffi og nýbökuð kaka yfir aðalfundarstörfum. Allir velkomnir Upplitsstjórn

15/06/2015

Gengið á Gullkistuna

GULLKISTAN dvalarstaður fyrir skapandi fólk og UPPLIT menningarklasi uppsveita Árnessýslu efna til sumarsólstöðugöngu á hnúkinn Gullkistu efst á Miðdalsfjalli í Laugardal laugardagskvöldið 20. júní. Ráðgert er að leggja af stað frá bænum Miðdal klukkan 20.00 og tekur gangan tvo til þrjá tíma. Leiðangursstjóri er Pálmi Hilmarsson húsbóndi í Menntaskólanum að Laugarvatni. Öðrum þræði er tilefni …

11/03/2015

Göngumenning. Fræðslu- og aðalfundur Upplits á Kaffi Grund 18. mars kl. 20.00

Göngumenning verður viðfangsefni fræðslu- og aðalfundar Upplits, sem haldinn verður á Kaffi Grund á Flúðum, miðvikudagskvöldið 18. mars kl. 20.00. Á fundinum mun Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður og forseti Ferðafélags Íslands fjalla um eitt og annað varðandi göngur og útivist, og fleiri reyndir göngugarpar stíga á stokk og fræða fundargesti. Takið kvöldið frá og mætið …

08/12/2014

Upplestur á aðventu; bókakynning – Café Mika í Reykholti, föstudagskvöldið 12. desember kl. 20.00

Föstudagskvöldið 12. desember n.k. efna Upplit og Bókakaffið á Selfossi til upplesturs í Café Mika í Reykholti. Húsið opnar klukkan átta og upplestur stendur frá 20:30-21:30. Guðjón Ragnar Jónasson íslenskufræðingur kynnir Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi og les stuttan kafla. Bjarni Harðarson segir frá Króníku úr Biskupstungum og les stuttan kafla. Þá verða einnig eftirtaldir …

02/10/2014

Safnarasýning Upplits 2014 – Héraðsskólinn á Laugarvatni 1. nóvember frá kl. 13.00-17.00

Safnarasýning Upplits 2014 Safnahelgi á Suðurlandi er árviss viðburður fyrstu helgina í nóvember. Upplit menningarklasi Uppsveita Árnessýslu hefur tekið þátt í þessum viðburði undanfarin ár og efnir nú til safnarasýningar í fjórða sinn. Að þessu sinni verður safnarasýningin haldin í Héraðsskólanum á Laugarvatni laugardaginn 1. nóvember kl. 13:00-17:00. Á sýninguna koma saman safnarar með einkasöfn …

16/09/2014

Menningarganga menningarmálanefndar Bláskógabyggðar. Ferjuslysið við Iðu – fimmtudag 18.sept. kl. 18.00

Upphaf við Iðubrú. Runólfur Bjarnason ferjumaður á Iðu drukknaði 1903. Í blaðafréttum var greint frá uppgefinni föðursystur, öldruðum föður og þremur ungum börnum eftir að fyrirvinna fjölskyldunnar féll frá. Gengið verður um slysstaðinn og greint frá slysinu og merkilegum afdrifum fjölskyldunnar. Gangan tekur allt að tveimur tímum og eru þátttakendur beðnir klæða sig eftir aðstæðum og vera …

26/03/2014

Upplitsganga – Eru leyndarmál á Flúðum?

Upplit tekur þátt í Leyndardómum Suðurlands laugardaginn 5. apríl með gönguferð um Flúðahverfið. Lagt verður af stað frá félagsheimili Hrunamanna á Flúðum kl. 14.00. Gangan tekur um 2 klst., létt ganga en þó nokkur vegalengd. Ýmsir staðir verða skoðaðir sem ekki eru allir aðgengilegir og jafnvel hægt að segja að sumir þessara staða séu …

10/03/2014

Ættfræðinnar ýmsu hliðar – Gamla Borg í Grímsnesi laugardaginn 15. mars kl. 16

Laugardaginn 15. mars heldur Guðfinna Ragnarsdóttir erindi sem hún kallar Ættfræðinnar ýmsu hliðar. Hún fjallar um munnlega og skriflega geymd, sögur og sagnir, erfðir af ýmsu tagi, gáfur og gjörvileik, muni og myndir, en ekki síst um gildi ættfræðinnar og ættartengslanna og þá ábyrgð sem á öllum hvílir að varðveita og koma ættarfróðleiknum til skila til …

29/01/2014

Menning og myndir – fyrsti viðburður og aðalfundur 2014

Fyrsti viðburður Upplits á þessu ári verður haldinn þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20:00 í Ferðaþjónustubýlinu í Efsta-Dal. Gestir kvöldsins verða: Dorothee Lubecki menningarfulltrúi sem mun kynna Menningarráð Suðurlands, hlutverk þess í sunnlenskri menningu, starf menningarfulltrúa og verkefna- og stofnstyrki sem hægt er að sækja um hjá Menningarráði (http://sunnanmenning.is) og Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður sem kynnir …

13/10/2013

Gamlir sjónvarpsþættir í eigu Menntaskólans að Laugarvatni sýndir í Héraðsskólanum.

Í samstarfi við Upplit, menningarklasa Uppsveita Árnessýslu og Héraðsskólann ehf. verður kvöldvaka í gamla Héraðsskólanum á Laugarvatni, föstudagskvöldið 18. október kl. 20.30, þar sem sýndir verða sjónvarpsþættir frá frumbýlisárum ríkissjónvarpsins, sem fjalla um mennta- og menningarsetrið Laugarvatn. Menntaskólinn hefur í gegnum tíðina eignast afrit margra sjónvarpsþátta sem fjalla sérstaklega um …

← Fyrri færslur /